Hótel Á
Welcome - We are always open!
A small bed and breakfast with rustic charm located in Borgarfjörður.
Impressive views of the river and towards the glaciers that surround us.

Staðsetning

Bar

Myndir

Heim

Hótel Á, lítið sveitahótel í Hvítársíðu, einni af innsveitum Borgarfjarðar á mið-vesturlandi, á vinsælum ferðamannaslóðum. Hótelið stendur skammt frá bökkum Hvítár, jökulár sem fellur niður héraðið. 

Landið sem Hótel Á tilheyrir heitir Kirkjuból sem var áður fyrr bóndabær. Hér í gamladaga var lífið ansi skrautlegt og mikið um gestagang enda bjó hér eitt þekktasta skáld Íslands, Guðmundur Böðvarsson.

Á hótelinu er glæsilegur bar, sem eitt sinn var fjós sem rúmaði 32 kýr. Við bjóðum uppá fjölbreyttan morgunverð.

Viðbyggingin við fjósið er svo hlaðan þar sem hey var geymt fyrir skepnurnar en nú í dag eru þar 15 hótelherbergi. Öll herbergi á Hótel Á eru með fataskápum og þeim fylgir sér baðhergi með sturtu og baðsloppum. Eru stílhrein og falleg.

Ókeypis þráðlaust netsamband í móttökunni og barnum en ekki á herbergjum.

Á Húsafelli (10 km) er lítil verslun þar sem hægt er að fá helstu nauðsynjavörur á sumrin.

Barnafoss og Hraunfossar eru báðir innan við 5 mínútna keyrslu.